Brailíski reynsluboltinn Thiago Silva og hans lið, Fluminense, héldu sér með nauminum uppi í brasilísku úrvalsdeildinni um helgina.
Silva, sem er orðinn fertugur, gekk í raðir Fluminense í heimalandinu eftir að hafa yfirgefið Chelsea fyrr á þessu ári.
Liðið var nálægt því að falla en 1-0 sigur á Palmeiras í lokaumferðinni hélt liðinu uppi.
Eftir leik gekk Silva þvert yfir völlinn á hnjánum, en þetta er hefð í Suður-Ameríku þar sem er verið að þakka guði fyrir að uppfylla ósk einhvers.
Fluminense birti myndband af þessu eftir leik.
THIAGO SILVA É REI! @tsilva3 pic.twitter.com/0WK970IZyB
— Fluminense F.C. (@FluminenseFC) December 8, 2024