Það vakti athygli um helgina þegar Dan Ashworth var rekinn sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Manchester United. Félagið leitar að arftaka hans.
United lagði mikið á sig til að landa Asworth, sem áður var í starfi hjá Newcastle, og kemur brottför hans því á óvart. Ashworth styrkti liðið nokkuð vel í sumar en gengið á leiktíðinni hefur verið skelfilegt það sem af er.
Ashworth var ekki sáttur með uppsögn sína og segja enskir miðlar að beita hafi þurft afli til að koma honum út af Old Trafford um helgina.
Ashworth var rekinn eftir tap gegn Nottingham Forest um helgina en forráðamenn United voru ósáttir með störf hans.
Ashworth vildi ekki yfirgefa svæðið og vildi ræða málin áfram, sem varð til þess að félagið fékk öryggisverði til að beita afli til að koma honum út úr húsinu.
United leitar að eftirmanni Ashworth og hefur félagið nú formlega hafið þá leit.