Endrick, brasilískt ungstirni Real Madrid, ætlar ekki að fara á láni í janúar og berjast fyrir sæti sínu í spænsku höfuðborginni. Marca fjallar um málið.
Hinn 18 ára gamli Endrick gekk í raðir Real Madrid frá Palmeiras fyrir tímabil en miklar vonir eru bundnar við hann.
Endrick hefur hins vegar aðallega verið að koma inn af varamannabeknum í leikjum og hefur hann verið töluvert orðaður við brottför á láni.
Kappinn er hins vegar viss um að hann geti orðið mikilvægur hluti af liði Real Madrid á seinni hluta leiktíðar og ætlar sér ekki annað.