Brasilíumaðurinn Vitor Reis er á blaði hjá enskum stórliðum samkvæmt nýjustu fréttum.
Um er að ræða 18 ára gamlan miðvörð sem er á mála hjá Palmeiras, en hann þykir afar spennandi og er þegar kominn í stóra rullu hjá aðalliðinu.
Sky í Þýskalandi segir Arsenal og Chelsea hafa mikinn áhuga og skoða það að fá Reis næsta sumar.
Samningur Reis rennur ekki út fyrr en 2028 en baráttan um hann gæti orðið hörð. Hann hefur nefnilega áður verið orðaður við bæði Manchester United og Liverpool einnig.
Reis á að baki leiki fyrir yngri landslið Brasilíu.