fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

England: Chelsea lagði Tottenham í stórskemmtilegum sjö marka leik

Victor Pálsson
Sunnudaginn 8. desember 2024 18:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham 3 – 4 Chelsea
1-0 Dominic Solanke(‘5)
2-0 Dejan Kulusevski(’11)
2-1 Jadon Sancho(’17)
2-2 Cole Palmer(’61, víti)
2-3 Enzo Fernandez(’74)
2-4 Cole Palmer(’84, víti)
3-4 Heung Min Son(’96)

Chelsea kom frábærlega til baka gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leikið var á leikvangi þess síðarnefnda.

Chelsea lenti í miklu basli í byrjun leiks og eftir 11 mínútur var staðan orðin 2-0 fyrir heimaliðinu.

Marc Cucurella, varnarmaður Chelsea, rann tvisvar á mjög slæmum stað sem varð til þess að Dominic Solanke og Dejan Kulusevski skoruðu fyrir Tottenham.

Stuttu seinna minnkaði Jadon Sancho muninn fyrir Chelsea með flottu skoti sem fór í stöng og inn.

Chelsea var mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik og pressaði alveg frá byrjun en á 61. mínútu fékk liðið vítaspyrnu.

Cole Palmer skoraði mjög örugglega úr þeirri spyrnu og ekki löngu síðar kom Enzo Fernandez gestunum yfir með flottu skoti eftir laglega takta Palmer.

Palmer var svo aftur á ferðinni á 84. mínútu er hann skoraði úr annarri vítaspyrnu og útlitið bjart fyrir gestina.

Heung Min-Son tókst að minnka muninn fyrir Tottenham á lokasekúndunum en lengra komust heimamenn ekki og lokatölur, 4-3.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Engin flugeldasýning en íslenskur sigur staðreynd

Engin flugeldasýning en íslenskur sigur staðreynd
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fann að margt hafði breyst á níu árum – Eiður Smári sannfærði hann en var farinn skömmu síðar

Fann að margt hafði breyst á níu árum – Eiður Smári sannfærði hann en var farinn skömmu síðar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim tjáir sig um framtíð Maguire

Amorim tjáir sig um framtíð Maguire
433Sport
Í gær

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Í gær

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi