fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
433Sport

Landsliðsmaðurinn tjáir sig um brotthvarf Hareide og hugsanlegan arftaka – „Var búinn að heyra að það væri mögulega eitthvað að fara að gerast“

433
Sunnudaginn 8. desember 2024 10:30

Age Hareide. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmaðurinn Logi Tómasson var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Logi er búinn að vera valinn í landsliðið í undanförnum þremur landsleikjagluggum og þarf mikið að gerast til að hann verði það ekki áfram. Age Hareide hætti á dögunum sem landsliðsþjálfari og var bakvörðurinn knái spurður út í hvort það hafi komið á óvart.

„Bæði og. Maður var búinn að heyra að það væri mögulega eitthvað að fara að gerast. Ég var farinn að spila svo ég var sáttur með hann en það kemur í ljós hvað gerist næst,“ sagði Logi sem ber Hareide vel söguna.

video
play-sharp-fill

„Þetta er svalur gæi og það er ára yfir honum sem mér finnst þjálfarar þurfa að vera með. Hann er vel reyndur landsliðsþjálfari og við bárum mikla virðingu fyrir honum. Þetta er flottur kall.“

Mikið hefur verið rætt um það að Arnar Gunnlaugsson taki við landsliðinu, en hann þjálfaði Loga auðvitað í nokkur ár hjá Víkingi.

„Það væri bara gaman. Ég þekki hann mjög vel og veit hvernig hann hugsar og hvernig fótbolta hann vill spila. Ég þekki kerfin hans inn og út svo ég myndi ekkert kvarta yfir því.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Modric kveður Real Madrid

Modric kveður Real Madrid
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sandra ver mark Hafnfirðinga

Sandra ver mark Hafnfirðinga
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta komi ekki til greina hjá De Bruyne

Þetta komi ekki til greina hjá De Bruyne
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Amorim til í að ganga burt án þess að fá greitt

Amorim til í að ganga burt án þess að fá greitt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Breyting á leik í Bestu deildinni

Breyting á leik í Bestu deildinni
433Sport
Í gær

Bálreiðir stuðningsmenn Manchester United kalla eftir því að þessir leikmenn pakki strax í töskur

Bálreiðir stuðningsmenn Manchester United kalla eftir því að þessir leikmenn pakki strax í töskur
433Sport
Í gær

Myndband: Óhugnanleg árás á Spáni – Viðbrögðin komu á óvart

Myndband: Óhugnanleg árás á Spáni – Viðbrögðin komu á óvart
433Sport
Í gær

Reisa styttu af De Bruyne

Reisa styttu af De Bruyne
Hide picture