fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Landsliðsmaðurinn tjáir sig um brotthvarf Hareide og hugsanlegan arftaka – „Var búinn að heyra að það væri mögulega eitthvað að fara að gerast“

433
Sunnudaginn 8. desember 2024 10:30

Age Hareide. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmaðurinn Logi Tómasson var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Logi er búinn að vera valinn í landsliðið í undanförnum þremur landsleikjagluggum og þarf mikið að gerast til að hann verði það ekki áfram. Age Hareide hætti á dögunum sem landsliðsþjálfari og var bakvörðurinn knái spurður út í hvort það hafi komið á óvart.

„Bæði og. Maður var búinn að heyra að það væri mögulega eitthvað að fara að gerast. Ég var farinn að spila svo ég var sáttur með hann en það kemur í ljós hvað gerist næst,“ sagði Logi sem ber Hareide vel söguna.

video
play-sharp-fill

„Þetta er svalur gæi og það er ára yfir honum sem mér finnst þjálfarar þurfa að vera með. Hann er vel reyndur landsliðsþjálfari og við bárum mikla virðingu fyrir honum. Þetta er flottur kall.“

Mikið hefur verið rætt um það að Arnar Gunnlaugsson taki við landsliðinu, en hann þjálfaði Loga auðvitað í nokkur ár hjá Víkingi.

„Það væri bara gaman. Ég þekki hann mjög vel og veit hvernig hann hugsar og hvernig fótbolta hann vill spila. Ég þekki kerfin hans inn og út svo ég myndi ekkert kvarta yfir því.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
Hide picture