fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Landsliðsmaðurinn tjáir sig um brotthvarf Hareide og hugsanlegan arftaka – „Var búinn að heyra að það væri mögulega eitthvað að fara að gerast“

433
Sunnudaginn 8. desember 2024 10:30

Age Hareide. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmaðurinn Logi Tómasson var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Logi er búinn að vera valinn í landsliðið í undanförnum þremur landsleikjagluggum og þarf mikið að gerast til að hann verði það ekki áfram. Age Hareide hætti á dögunum sem landsliðsþjálfari og var bakvörðurinn knái spurður út í hvort það hafi komið á óvart.

„Bæði og. Maður var búinn að heyra að það væri mögulega eitthvað að fara að gerast. Ég var farinn að spila svo ég var sáttur með hann en það kemur í ljós hvað gerist næst,“ sagði Logi sem ber Hareide vel söguna.

video
play-sharp-fill

„Þetta er svalur gæi og það er ára yfir honum sem mér finnst þjálfarar þurfa að vera með. Hann er vel reyndur landsliðsþjálfari og við bárum mikla virðingu fyrir honum. Þetta er flottur kall.“

Mikið hefur verið rætt um það að Arnar Gunnlaugsson taki við landsliðinu, en hann þjálfaði Loga auðvitað í nokkur ár hjá Víkingi.

„Það væri bara gaman. Ég þekki hann mjög vel og veit hvernig hann hugsar og hvernig fótbolta hann vill spila. Ég þekki kerfin hans inn og út svo ég myndi ekkert kvarta yfir því.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum
433Sport
Í gær

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli
433Sport
Í gær

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Í gær

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“
433Sport
Í gær

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu
433Sport
Í gær

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Í gær

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum
Hide picture