fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Pressan
Laugardaginn 14. desember 2024 14:30

Brúnaðar kartöfllur eru lostæti að margra mati.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brúnaðar kartöflur eru fastur hluti af jólamatseðli margra. Þessi blanda af sykri og smjöri, sem umlykur litlar kartöflur, er ómótstæðileg. En það getur verið snúið að fá blönduna til að vera alveg fullkomna.

Margir lenda í því að sykurinn brennur við, hleypur í kekki eða dreifist ójafnt yfir kartöflurnar. En það er til einfalt ráð, sem getur bjargað brúnuðu kartöflunum og tryggt að þetta tekst fullkomlega í hvert sinn!

Galdurinn er einfaldlega að setja vatn og sykur samtímis á pönnuna.

Galdurinn felst í að byrja ferlið með sykur og smávegis vatn. Með þessu tryggir þú að sykurinn bráðni jafnt án þess að brenna við.

Svona gerir þú:

Settu sykur (um 100 grömm fyrir kartöflur fyrir fjóra) og 2-3 matskeiðar af vatni á pönnuna.

Settu pönnuna á meðalhita og hrærðu varlega í þar til sykurinn hefur leyst upp í vatninu.

Láttu blönduna sjóða þar til vatnið er gufað upp og sykurinn byrjar að gyllast og líkjast karamellu.

Settu þá smjör, 25-50 gr, saman við og láttu bráðna.

Settu kartöflurnar á pönnuna og snúðu þeim varlega þar til þær eru þaktar blöndunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi