Julen Lopetegui stjóri West Ham er á barmi þess að missa starfið, fundað hefur verið um framtíð hans hjá félaginu um nokkuð langt skeið.
Lopetegui tók við West Ham í sumar en hefur ekki tekist að koma liðinu á flug.
Samkvæmt enskum miðlum í dag eru nokkuð mörg nöfn á lista Edin Terzic, Roger Schmidt, Sergio Conceicao og Massimiliano Allegri eru nefndir.
Graham Potter fyrrum stjóri Chelsea er á blaði samkvæmt Times og Kasper Hjulmand kemur einnig til greina.
Hjulmand var síðast þjálfari danska landsliðsins en Sky í Þýskalandi segir West Ham skoða það.