fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Ellý Ármanns spáði fyrir falli ríkisstjórnarinnar og uppgangi Kristrúnar fyrir ári síðan – Sjáðu myndbandið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 4. desember 2024 11:35

Ellý Ármanns og Kristrún Frostadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spákonan Ellý Ármannsdóttir spáði fyrir falli ríkisstjórnarinnar í desember í fyrra. Hún var þá gestur í áramótaþætti Fókus, spjallþætti DV, og spáði því að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, myndi koma sterk inn og spila lykilhlutverk í komandi breytingum.

Horfðu á brot úr þættinum hér að neðan.

video
play-sharp-fill

DV spurði Ellý í desember 2023: „Mun ríkisstjórnin lifa af næsta ár?“

„Nei, það eru einhverjar rosalegar hræringar, allt er öðruvísi en við höldum þegar við horfum fram á við. Þetta er ekki dauði en þetta er breyting. Það er að segja, eitthvað þarf að deyja, þetta er ekki mannslíf, höfum það á hreinu. Eitthvað þarf að hætta svo að annað getur byrjað,“ sagði hún.

„Þetta verður rosalegt, eitthvað allt annað en við höldum. Það er ein kona sem er rosalega sterk, brjálæðislega greind og hún á eftir að breyta þessu landslagi í pólitíkinni. Ég held að það verði Kristrún Frostadóttir [formaður Samfylkingarinnar]. Hún á eftir að kalla fram breytingar, ég veit ekki hvernig hún mun fara að þessu en hún verður einhver lykilmanneskja í því að eitthvað breytist svo annað geti hafist.“

Það virðist svo sannarlega hafa ræst úr spá Ellýjar en Kristrún og flokkur hennar fór með sigur í kosningunum í lok nóvember og bættu við sig níu þingsætum. Kristrúnu var í kjölfarið falið umboð til stjórnarmyndunar af forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur.

Ellý talaði um að „eitthvað þyrfti að deyja“ svo annað gæti byrjað. Hugsanlega væri hægt að tengja fall Vinstri grænna við spá Ellýjar, en flokkurinn fékk aðeins 2,3 prósent atkvæða í ár og náði engum manni á þing, eftir að hafa verið í síðustu ríkisstjórn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Hide picture