fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Þorgerður segir að Kristrún eigi að fá umboðið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. desember 2024 12:26

Þorgerður Katrín og Kristrún Frostadóttir leiða tvo stærstu flokkana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, átti fund með Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, í morgun. Þorgerður segir að hennar skilaboð á fundinum hafi verið þau að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, ætti að fá stjórnarmyndunarumboðið.

Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Samfylkingin er stærsti flokkur landsins að loknum kosningum en hann hlaut 20,8% atkvæða og 15 þingmenn kjörna. Sjálfstæðisflokkurinn kom þar skammt á eftir með 19,4% fylgi og svo Viðreisn með 15,8%.

Þorgerður staðfesti einnig í samtali við mbl.is þegar hún kom til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, að hún hefði rætt við Kristrúnu.

„Við Kristrún höfum aðeins talað saman já, á milli pallborða og setta hjá ykkur,“ sagði Þorgerður.

Talið er líklegast að Samfylkingin og Viðreisn fari saman í ríkisstjórn og taki þá hugsanlega Flokk fólksins með sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Í gær

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Vilhjálmur til OK