Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma ku vera ósáttur hjá franska stórliðinu Paris Saint-Germain og er mögulega á förum.
frá þessu greinir franski miðillinn L’Equipe en Donnarumma á ekki lengur öruggt sæti í byrjunarliði frönsku meistarana.
Um er að ræða landsliðsmarkvörð Ítalíu en Matvey Safonov hefur undanfarið fengið að spila nokkra leiki í marki PSG.
L’Equipe greinir frá því að Donnarumma sé byrjaður að horfa til heimalandsins og hafi áhuga á að skrifa undir í Serie A.
Hann þekkir það vel að spila í þeirri deild eftir að hafa gert garðinn frægan með liði AC Milan á sínum tíma.
Donnarumma er óánægður með vinnubrögð þjálfara PSG, Luis Enrique, og er þeirra samband talið vera ansi slæmt í dag.