Það er alls ekki víst að varnarmaðurinn Gabriel verði með Arsenal sem spilar gegn Manchester United í miðri viku.
Gabriel meiddist í Meistaradeildinni fyrir helgi en Arsenal spilaði þá við Sporting Lisbon og vann 5-1 sigur.
Brassinn spilaði svo strax næsta leik Arsenal sem var í gær gegn West Ham en hann var þó tekinn af velli í 5-2 sigri.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, viðurkennir að Gabriel hafi verið tekinn af velli eftir að hafa fengið ákveðið bakslag í viðureigninni.
,,Þetta tengdist síðustu meiðslum sem hann varð fyrir í Lisbon,“ sagði Arteta eftir lokaflautið.
,,Hann jafnaði sig fljótt og vel til að geta tekið þátt en miðað við aðstöðurnar þá ákváðum við að taka hann af velli.“