Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, hefur fundið nýja ást í sínu lífi en hún ber nafnið Grace Rosa Jackson.
Um er að ræða fyrirsætu sem er frá Bretlandi en hún er af mörgum talin ein kynþokkayllsta konan í Englandi.
Samkvæmt Sun hafa Rashford og Grace verið að hittast undanfarna mánuði og er sambandið komið á næsta stig.
Grace þekkir það vel að vera í sambandi með frægu fólki en hún vakti athygli í þáttunum ‘Love Island’ á sínum tíma.
Rashford er ein af helstu stjörnum United í dag en hann er 27 ára gamall og er Grace þá 25 ára.
Samkvæmt Sun gengur sambandið mjög vel þessa stundina en Rashford hefur sjálfur verið ólíkur sjálfur sér á tímabilinu til þessa.