fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Ari Hermóður ákærður fyrir fjárdrátt frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 29. nóvember 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR), Ari Hermóður Jafetsson, hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt í starfi sínu fyrir félagið. Meint brot voru framin á árunum 2017-2018.

Í ákæru er Ari sagður hafa dregið sér samtals 1.665.600 krónur. Í ákæru eru lýsingar á bókhaldsbrellum sem Ari á að hafa viðhaft í því skyni að láta félagið greiða fyrir sig veiðileyfi og tannlæknakostnað.

Málið kom upp árið 2020 en í desember það ár greindi Vísir frá því að Ari væri grunaður um að hafa braskað með veiðileyfi til eigin hagsbóta. Var hann kærður til lögreglu fyrir fjárdrátt um þetta leyti. Er því ljóst að málið hefur verið afar lengi í rannsókn.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 9. desember næstkomandi. Búast má við því að réttarhöldin verði á fyrri hluta næsta árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg handrukkun: Þrír menn ákærðir fyrir frelsissviptingu

Hrottaleg handrukkun: Þrír menn ákærðir fyrir frelsissviptingu
Fréttir
Í gær

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Í gær

Rússneskur herforingi rekinn og fangelsaður eftir að hafa gagnrýnt Pútín

Rússneskur herforingi rekinn og fangelsaður eftir að hafa gagnrýnt Pútín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin