fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Landsréttur staðfestir dóm yfir Daníel

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 29. nóvember 2024 13:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Daníel Sigurðssyni fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum í rekstri fyrirtækisins Geri allt slf.

Daníel var sakaður um að hafa staðið skil á röngum virðisaukaskattskýrslum félagsins fyrir árin 2015 til 2017. Vanframtalinn útskattur fyrir tímabilin var sagður nema samtals rétt tæplega einni milljón króna og offramtalinn innskattur rúmlega 5,3 milljónum.

Hann var auk þess sakaður um að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum fyrir Geri allt fyrir rekstrarárin 2014 og 2015. Nemur vanframtalinn tekjuskattur rúmlega 2,6 milljónum króna.

Fyrir sama tímabil var hann sakaður um virðisaukaskattsvik upp á tæplega 1,7 milljónir.

Var Daníel dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar upp á 21,2 milljónir króna. Sé sektin ekki greidd kemur í hennar stað 300 daga fangelsi.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“