fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Fréttir

Landsréttur staðfestir dóm yfir Daníel

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 29. nóvember 2024 13:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Daníel Sigurðssyni fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum í rekstri fyrirtækisins Geri allt slf.

Daníel var sakaður um að hafa staðið skil á röngum virðisaukaskattskýrslum félagsins fyrir árin 2015 til 2017. Vanframtalinn útskattur fyrir tímabilin var sagður nema samtals rétt tæplega einni milljón króna og offramtalinn innskattur rúmlega 5,3 milljónum.

Hann var auk þess sakaður um að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum fyrir Geri allt fyrir rekstrarárin 2014 og 2015. Nemur vanframtalinn tekjuskattur rúmlega 2,6 milljónum króna.

Fyrir sama tímabil var hann sakaður um virðisaukaskattsvik upp á tæplega 1,7 milljónir.

Var Daníel dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar upp á 21,2 milljónir króna. Sé sektin ekki greidd kemur í hennar stað 300 daga fangelsi.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir orð sín hafa verið rangtúlkuð og hafa þyrlað upp moldviðri

Segir orð sín hafa verið rangtúlkuð og hafa þyrlað upp moldviðri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrsta greinin sem birtist í íslensku blaði eftir konu um misrétti kynjanna – Eptir unga stúlku í Reykjavík

Fyrsta greinin sem birtist í íslensku blaði eftir konu um misrétti kynjanna – Eptir unga stúlku í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

13% telja að það halli á karla þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi

13% telja að það halli á karla þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump sármóðgaður og slítur öllum viðræðum við Kanada

Trump sármóðgaður og slítur öllum viðræðum við Kanada