fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Textaverk Stebba Hilmars komin í sölu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 20:30

Stefán Hilmarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Hilmarsson tónlistarmaður, sem best er þekktur sem söngvari og forsprakki Sálarinnar hans Jóns míns, býður nú 15 gerðir af veggspjöldum til sölu. Á öllum eru textabrot úr textum Stebba, ýmist sem hann samdi fyrir hljómsveitina eða sólóferil sinn.

Í færslu á Facebook segir Stebba að fyrir ári hafi þetta byrjað með að hann útbjó tvö slík veggspjöld í jólagjöf handa sonum sínum. Í kjölfarið fékk hann fyrirspurn um hvort slík verk væru til sölu. Og nú er hann búinn að útbúa eins og áður sagði 15 gerðir og mun ágóði af sölunni renna til Líf styrktarfélags.

„Fyrir ári útbjó ég tvö veggspjöld með hendingum úr textum mínum, til að gefa sonunum í jólagjöf, sitt spjaldið hvorum.
Eðlilega komu spjöldin ekki fyrir margra augu, en samt nokkur augu og var ég spurður hvort hægt væri að eignast slík spjöld. Ég sagði að það mætti íhuga, en svo gleymdist þetta.
Nýlega barst mér aftur fyrirspurn og rifjaðist þetta þá upp. Datt mér í hug að e.t.v. mætti bjóða spjöld til kaups og styrkja í leiðinni gott málefni.
En tvær tegundir er frekar lítið úrval, þannig að í kjölfarið dundaði ég mér á kvöldin við að gera fleiri. Ég hafði það gaman að dundinu, að þetta urðu að lokum 15 gerðir.
Nú er hægt að kaupa spjöldin á stefanhilmarsson.is.
Stærð spjaldanna er 30×40 cm, sem er algeng veggspjaldastærð. Töluvert úrval ramma er til sem hentar fyrir þessa stærð, t.d. hjá IKEA og víðar.
Upplag hvers spjalds er takmarkað og það er Styrktarfélagið Líf sem mun njóta góðs af þessu uppátæki, sem vonandi fellur í góðan jarðveg.“

Aðdáendur Stebba og Sálarinnar ættu að kannast við textabrotin, en hér skulu þrjú lög rifjuð upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli