fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fókus

In Flames til Íslands í sumar

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 10:49

In Flames munu trylla lýðinn í Hörpu í sumar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska þungarokkshljómsveitin In Flames kemur til Íslands í sumar og heldur tónleika í Hörpu. Tónleikarnir fara fram í Silfurbergi 24. júní.

In Flames er á meðal stærstu nafna í svokölluðu melódísku dauðarokki, sem einnig er gjarnan kallað Gautaborgarrokk með vísun í borgina sem stefnan er upprunnin. Aðrar sveitir í sömu senu eru meðal annars At the Gates, Arch Enemy og Dark Tranquility.

Hljómsveitin hefur yfir 2 milljónir mánaðarlega hlustendur á Spotify og hefur gefið út 14 breiðskífur. Hljómsveitin náði mikilli hylli á tíunda áratug síðustu aldar með plötum á borð við The Jester Race, Whoracle og Colony. Nýjasta plata sveitarinnar, Foregone, er talin á meðal þeirra bestu.

Tónleikur ehf heldur tónleikana. Í tilkynningu þeirra segir:

„Hljómsveitin – gaf nýverið út 14. plötu sína, Foregone, sem hefur fengið frábæra dóma um heim allan og hefur selst gríðarlega vel en In Flames hefur sjaldan verið kraftmeiri en á þessari frábæru plötu.

Hljómsveitin er þekkt fyrir frábæra sviðsframkomu og æðislega tónleika og hafa túrað með hljómsveitum eins og Slipknot, Megadeth, Judas Priest, Killswitch Engage, Within Temptation, and Lamb Of God.”

Miðasala hefst á mánudag klukkan 10:00 á tix.is. Miðaverð er 13.990 krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“