fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Össur: Snorri er kjarklítill og flýr af hólmi

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. nóvember 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, virðist ekki vera mikill aðdáandi Miðflokksins ef marka má færslu á Facebook-síðu hans.

„Líklega kýs ég ekki Miðflokkinn eftir að hafa lesið grein eftir Snorra Má frambjóðanda um samskipti hans við Kára Stefánsson,“ segir Össur en eins og kunnugt er hafa Snorri og Kári átt í orðaskiptum á opinberum vettvangi síðustu daga.

Sjá einnig: Segir Kára hafa oft hótað sér barsmíðum

Kári reið á vaðið og sagði að Snorri væri búinn að koma sér í erfiðar aðstæður með því að velja flokk þar sem honum mislíkar stefnumálin. Snorri eigi erfitt með að horfast í augu við sjálfan sig.

Þessu svaraði Snorri svo í gær og rifjaði upp fyrstu kynni sín við Kára fyrir tíu árum, þegar hann sat einn við borð á kaffihúsi og sölsaði undir sig tvö borð, annað fyrir bækur sínar og kaffi og hitt fyrir tölvu.

Rifjar Össur upp skrif Snorra og segir:

„Svo fylltist kaffihúsið af gestum, og það vantaði borð. Flestir hefðu sýnt tillitsemi og gefið eftir annað borðið. Hinn tilvonandi Miðflokksmaður sá þó enga ástæðu til þess. Þá bar að jafnaðarmanninn Kára sem bað kurteislega um að fá annað borð Snorra. Því neitaði Snorri og einu gilti þó kaffihúsið væri orðið troðfullt. Kári yggldi sig þá og gaf til kynna að hann myndi ella láta hendur skipta. Þá sá Snorri sitt óvænna og skilaði loks borðinu.“

Össur endar beitt skrif sín á heldur köldum kveðjum til Snorra og Miðflokksins:

„Setji maður samasemmerki á milli Snorra og innvolsins í Miðflokknum má kannski draga eftirfarandi ályktanir af þessari sögu: Miðflokkurinn tekur ekki tillit til annarra, hann er frekur en kjarklítill og flýr af hólmi frekar en standa á sínu. – Þurfum við nokkuð svoleiðis flokk?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“