fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Segir liðum í Evrópu að gleyma hugmyndinni – ,,Hefur stækkað sitt vörumerki“

Victor Pálsson
Laugardaginn 23. nóvember 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rene Meulensteen, fyrrum þjálfari hjá Manchester United, telur að það séu engar líkur á að Cristiano Ronaldo snúi aftur til Evrópu áður en ferlinum lýkur.

Ronaldo er 39 ára gamall í dag en hann er á mála hjá Al-Nassr í Sádi Arabíu og er þeirra mikilvægasti maður í sókninni.

Um er að ræða ákveðið líkamlegt undur sem gæti mögulega spjarað sig í Evrópu í dag en Meulensteen telur að þeim kafla Ronaldo sé lokið.

,,Sádi seldi honum þá hugmynd að koma til landsins og vekja frekari athygli á deildinni þar í landi, hann er sendiherra fyrir þessa deild og aðrir leikmenn hafa tekið sama skref,“ sagði Meulensteen.

,,Hann hefur stækkað sitt vörumerki á heimsvísu og er enn að spila fyrir portúgalska landsliðið – hann mun vilja spila á HM 2026.“

,,Ef hann fer aftur til Evrópu þá er ekki víst að hann fái að byrja alla leiki og það er ekki það sem hann vill. Hann vill byrja leikina og halda áfram að skora til að ná þúsund mörkum. Það er hans markmið í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hundfúll eftir að liðinu var sparkað úr Evrópudeildinni – ,,Vondur dagur fyrir fótbolta“

Hundfúll eftir að liðinu var sparkað úr Evrópudeildinni – ,,Vondur dagur fyrir fótbolta“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jota sá síðasti til að klæðast treyju númer 20 hjá Liverpool

Jota sá síðasti til að klæðast treyju númer 20 hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Arsenal sagt hafa engar áhyggjur af stöðunni

Arsenal sagt hafa engar áhyggjur af stöðunni
433Sport
Í gær

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref
433Sport
Í gær

Skaut hressilega á sitt fyrrum félag eftir að hafa krotað undir í Sádi

Skaut hressilega á sitt fyrrum félag eftir að hafa krotað undir í Sádi
433Sport
Í gær

Virðist vera staðráðinn í að vera áfram og hafnar öðru tilboði

Virðist vera staðráðinn í að vera áfram og hafnar öðru tilboði