fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Lárus Orri tók Hareide af lífi í beinni í gær – „Hann mætir of seint á fjarfund“

433
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 08:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lárus Orri Sigurðsson fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu segir að KSÍ eigi að reka Age Hareide úr starfi í lok mánaðar þegar uppsagnarákvæði er í samningi hans.

Mikil umræða hefur átt sér stað um Hareide í starfi undanfarið og hvort KSÍ muni segja upp samningi hans.

Íslenska liðið fékk 4-1 skell gegn Wales í gær. „Ég held að það sé fínn tímapunktur núna að skipta um landsliðsþjálfara, hann kemur inn á erfiðum tíma en við eigum að þakka honum fyrir. Við eigum að finna einhvern sem er með kraft og ástríðu, sem hefur vantað frá honum,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson í beinni á Stöð2 Sport í gær.

Lárus hefur verið í öllum útsendingum á Stöð2 Sport frá því að Hareide tók við. „Ég er búin að fylgjast vel með honum, hann er búin að vera í sextán leikjum og það eru fimm sigrar. Tveir á móti Svartfjallalandi, einn gegn Ísrael, einn gegn Bosníu og einn gegn Liechtenstein. Hann fékk tækifæri að komast á lokamót, einn á móti Ísrael þar sem þeir voru vægast slakir og henda frá sér. Svo förum við á móti Úkraínu, þeir líklega með betra lið en þar er hann með einn leik til að koma okkur á EM.“

„Svo getum við farið út í það sem mér finnst um hann, fundina sem hann heldur, hann er ekki á svæðinu, ég held að ef við tökum heildarpakkann. Þá er þetta fínn tími til að skipta, hann fékk frið til að vinna en við erum með spennandi lið í höndunum. Við þurfum ferskan mann inn.“

Lárus leggur til að Arner Gunnlaugsson taki við liðinu. „Ég myndi vilja sá Arnar taka við þessu.“

Lárus segir að Hareide eigi að vera meira á landinu. „Kostar 50 þúsund að fljúga honum heim, sýndu okkur virðingu að vera meira hérna. Hann mætir of seint á fjarfund þar sem hann er að tilkynna hópinn fyrir stærstu leikina á móti Ísrael og Úkraínu. Honum var frestað í tvígang, skipulegðu þig betur. Við þurfum meiri standard.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar
433Sport
Í gær

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“
433Sport
Í gær

Elías Már til Kína

Elías Már til Kína
433Sport
Í gær

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“
433Sport
Í gær

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum