fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
433Sport

Ísland fór illa með færin og fékk skell í Wales

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 21:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wales 4 – 1 Ísland
0-1 Andri Lucas Guðjohnsen(‘8)
1-1 Liam Cullen(‘8)
2-1 Liam Culen(’45)
3-1 Brennan Johnson(’65)
4-1 Harry Wilson(’79)

Íslenska karlalandsliðið hafnar í þriðja sæti í sínum riðli í B deild Þjóðadeildarinnar eftir leik við Wales í kvöld.

Ísland byrjaði mjög vel og komst yfir eftir átta mínútur er Andri Lucas Guðjohnsen kom boltanum í netið.

Staðan var 1-0 þar til á 32. mínútu er Liam Cullen skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Wales og jafnaði metin.

Cullen var aftur á ferðinni undir lok fyrri hálfleiks og leiddu heimamenn 2-1 þegar flautað var til leikhlés.

Ísland fékk svo sannarlega tækifæri til að laga stöðuna eða jafna metin en Wales gerði einnig næsta mark en þar var á ferðinni Brennan Johnson.

Þegar um 11 mínútur voru eftir kom fjórða mark heimaliðsins en Harry Wilson gerði það til að gulltryggja sigurinn.

Wales fagnar sigri í þessum riðli en Tyrkland tapaði óvænt gegn Svartfjallalandi á sama tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Blikar hefja leik í nýrri keppni í október

Blikar hefja leik í nýrri keppni í október
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Donnarumma búinn að skrifa undir hjá City

Donnarumma búinn að skrifa undir hjá City
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Guehi í læknisskoðun hjá Liverpool

Guehi í læknisskoðun hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Jackson fær skiptin til Bayern eftir allt saman

Jackson fær skiptin til Bayern eftir allt saman
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Antony yfirgefur United í dag

Antony yfirgefur United í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Algjörlega gáttaðir á skiptingunni á Gylfa – „Hvað var hann að hugsa?“

Algjörlega gáttaðir á skiptingunni á Gylfa – „Hvað var hann að hugsa?“