fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
433Sport

Orri Steinn eftir sigurinn mikilvæga: ,,Ekki góður völlur og aðstæðurnar ekki til fyrirmyndar“

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. nóvember 2024 19:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalansdsliðið vann sinn annan leik í Þjóðadeildinni í kvöld en leikið var við Svartfjallaland ytra.

Fyrri leikur þessara liða fór fram á Laugardalsvelli þar sem okkar menn höfðu betur með tveimur mörkum gegn engu.

Það sama var upp á teningnum í kvöld en Ísland vann 2-0 sigur og er nú með sjö stig í riðli fjögur í B deildinni.

Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrra mark Íslands með laglegu skoti og ekki löngu seinna bætti Ísak Bergmann Jóhannesson við öðru.

Orri ræddi við Stöð 2 Sport eftir leikinn og hafði þetta að segja:

,,Það höfðu ekki komið mörg færi í leiknum og við vissum að þetta yrði svona. Þetta er ekki góður völlur og aðstæðurnar eru ekki til fyrirmyndar. Við vissum að þetta yrði hark en við vissum að við gætum skorað eitt eða tvö eins og við gerðum í lokin,“ sagði Orri.

,,Þetta snýst um hugarfar, hvernig við bregðumst við döprum fyrri hálfleik. Við þurftum að fá meiri ró á spilið og stjórna leiknum betur og uppskárum tvö mörk.“

,,Það er ömurlegt að sjá alla leikmenn fara af velli sem meiðast og þá sérstaklega Aron sem er okkar leiðtogi en Gulli kom frábærlega inn og spilaði geggjaðan leik. Það var frábært að sjá hans reaction.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guðjohnsen bræður sameinuðust í Laugardalnum í gær

Guðjohnsen bræður sameinuðust í Laugardalnum í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Konurnar í United ósáttar – Borguðu eigið flug til að komast fyrr heim

Konurnar í United ósáttar – Borguðu eigið flug til að komast fyrr heim
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Geir stakk niður penna eftir fréttirnar um Birki í gær – „Það eitt og sér er glæsilegur vitnisburður“

Geir stakk niður penna eftir fréttirnar um Birki í gær – „Það eitt og sér er glæsilegur vitnisburður“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þrír fyrrum stjórar United reknir á örfáum dögum

Þrír fyrrum stjórar United reknir á örfáum dögum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vandræði Dele Alli halda áfram – Samningi á Ítalíu rift

Vandræði Dele Alli halda áfram – Samningi á Ítalíu rift
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool staðfestir númerið sem Isak verður með á bakinu

Liverpool staðfestir númerið sem Isak verður með á bakinu