fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
433Sport

Einkunnir eftir mjög góðan sigur Íslands í Svartfjallalandi – Sverrir Ingi bestur

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 16. nóvember 2024 18:54

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið vann mjög góðan 0-2 sigur á Svartfjallalandi í kvöld í Þjóðadeildinni. Fram undan er úrslitaleikur við Wales um að fara í umspil um laust sæti í A-deildinni.

Þetta var annar sigur íslenska liðsins í riðlinum en báðir sigrarnir hafa komið gegn Svartfellingum.

Wales er að gera jafntefli við Tyrkland í kvöld en Wales er með níu stig í riðlinum en Ísland með sjö stig, leikurinn á þriðjudag fer fram í Wales.

Íslenska liðið var taktlaust framan af leik en í síðari hálfleik náði liðið betri stjórn og Orri Steinn Óskarsson og varamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði seinna markið.

Einkunnir 433.is eru hér að neðan.

Einkunnir:

Hákon Rafn Valdimarsson – 8
Stóð vaktina vel og af miklu öryggi þrátt fyrir litla leikæfingu.

Valgeir Lunddal – 7
Fínast leikur hjá bakverðinum sem er að komast betur inn í hlutina.

Sverrir Ingi Ingason – 8 – Maður leiksins
Kraftmikill og hugaður, steig upp þegar pressa var á liðinu.

Aron Einar Gunnarsson (´19)
Spilaði of lítið til að fá einkunn

Logi Tómasson – 7
Góður leikur Loga sem verður því miður í banni í næsta leik.

Jóhann Berg Guðmundsson – 8
Var á kantinum sem við höfum ekki séð lengi í landsliðinu, gerði vel og vann boltann á góðum stað sem setti okkur af stað í annað markið

Arnór Ingvi Traustason – 8
Gerði vel stærstan hluta leiksins.

Stefán Teitur Þórðarson (´68) – 6
Hefur verið frábær og var ágætur í dag en getur betur, við höfum séð það undanfarið.

Jón Dagur Þorsteinsson (´68)- 6
Yfirleitt er Jón Dagur í sviðsljósinu í leikjum en hann átti ekki sinn besta dag í dag.

Andri Lucas Guðjohnsen – 7
Kröftugur allan leikinn og lagði upp gott mark.

Orri Steinn Óskarsson – 8
Skoraði gott mark sem hækkar einkunn hans, hefði getað skorað fleiri.

Varamenn:

Guðlaugur Victor Pálsson (´19) 7
Ísak Bergmann Jóhannesson – (´68) 8
Mikael Egill Ellertsson (´68) 7

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Konurnar í United ósáttar – Borguðu eigið flug til að komast fyrr heim

Konurnar í United ósáttar – Borguðu eigið flug til að komast fyrr heim
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Carragher hendir fram furðulegri kenningu um það af hverju ekki er búið að reka Amorim

Carragher hendir fram furðulegri kenningu um það af hverju ekki er búið að reka Amorim
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þrír fyrrum stjórar United reknir á örfáum dögum

Þrír fyrrum stjórar United reknir á örfáum dögum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Arnars á föstudag – Hausverkur að velja markvörð

Líklegt byrjunarlið Arnars á föstudag – Hausverkur að velja markvörð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United spurðist fyrir um Gallagher en náðu ekki saman

United spurðist fyrir um Gallagher en náðu ekki saman
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Glugganum skellt í lás í kvöld: Fáðu öll tíðindin á einum stað – Lammens mættur til United – Zinchenko fór frá Arsenal

Glugganum skellt í lás í kvöld: Fáðu öll tíðindin á einum stað – Lammens mættur til United – Zinchenko fór frá Arsenal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool staðfestir númerið sem Isak verður með á bakinu

Liverpool staðfestir númerið sem Isak verður með á bakinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Andar köldu í Beckham fjölskyldunni – Málefni helgarinnar vekja mikla athygli

Andar köldu í Beckham fjölskyldunni – Málefni helgarinnar vekja mikla athygli