Willum Þór Þórsson heilbrygðisráðherra var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Börn Willums hafa gert það gott í fótbolta en Brynjólfur Willumsson hefur til að mynda verið í síðustu tveimur landsliðshópum og gekk hann í raðir Groningen í hollensku úrvalsdeildinni í sumar. Var hann áður hjá Kristiansund í Noregi.
„Hann var búinn að sýna af sér elju og dugnað í Noregi. Hann fór niður með félaginu, tók ábyrgð og fór upp með þeim aftur, þroskaðist mikið. Að takast á við meðbyr og mótlæti er hluti af þessu. Hann hefur sýnt það og fékk þetta tækifæri,“ sagði pabbi hans í þættinum.
Willum var sáttur við skrefið sem Brynjólfur tók í sumar.
„Groningen er mjög stór klúbbur og flott nöfn eins og Arjen Robben, Koeman og Van Dijk komið þar í gegn. Þú finnur það alveg.“