fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
433Sport

Willum rifjar upp lygilega sögu af Arnari – „Það voru engin svipbrigði frá mér, ég lét sem þetta hefði ekki gerst“

433
Laugardaginn 16. nóvember 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Willum Þór Þórsson heilbrygðisráðherra var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Þar var farið yfir víðan völl og meðal annars rætt um Arnar Gunnlaugsson, sem eins og flestir vita hefur verið að gera frábæra hluti með Víking undanfarin ár. Willum þjálfaði hann hjá KR á sínum tíma og var Arnar þá aðstoðarmaður Willums í Vesturbænum um skeið.

„Hann er búinn að gera þetta mjög vel og er mjög einlægur í sinni nálgun. Hann gefur allt í þetta,“ sagði Willum er hann ræddi þjálfaraferil Arnars það sem af er. „Það sem ég var ekki endilega búinn að sjá fyrir er hvað hann er viljugur til að viðurkenna, breyta og læra og gera það hratt.“

video
play-sharp-fill

Willum sagði þá að Arnar geti einnig verið með stórt skap, sem nýtist vel á sviði knattspyrnunnar. Rifjaði hann upp stórskemmtilega sögu frá því hann þjálfaði hann í KR.

„Þú þarft að hafa skap í þetta hvort sem þú ert leikmaður eða þjálfari. Ég man eftir því að við vorum að fara í Evrópuleik og þeir voru búnir að vera að kljást við meiðsli, meðal annars Arnar, Bjarki, Gummi Ben, Sigurvin og fleiri. Þannig ég skildi þá alla eftir. Við vorum að fara að spila í Armeníu.

Arnar var þarna bara að spila í KR því hann ætlaði sér út í atvinnumennsku aftur. Hann varð mjög sár út í mig að fá ekki að fara í þennan leik og lét mig alveg finna það. Ég man að ég stilti upp prógrami fyrir þá þennan tíma sem við vorum úti. Hann kom inn í klefa og það var ruslafata fyrir framan hann og hann lét bara vaða. Ég sat bara og beið eftir að fara með þeim yfir stöðuna. Hún flaug bara hérna í vegginn við hliðina á mér. Það voru engin svipbrigði frá mér, ég lét sem þetta hefði ekki gerst. Þetta verður þú að hafa.

Við vorum á leið í úrslitaleik um Íslandsmeistarartitilinn og hann skoraði þrjú mörk í 4-1 sigri,“ sagði Willum, léttur í bragði.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Konurnar í United ósáttar – Borguðu eigið flug til að komast fyrr heim

Konurnar í United ósáttar – Borguðu eigið flug til að komast fyrr heim
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Carragher hendir fram furðulegri kenningu um það af hverju ekki er búið að reka Amorim

Carragher hendir fram furðulegri kenningu um það af hverju ekki er búið að reka Amorim
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þrír fyrrum stjórar United reknir á örfáum dögum

Þrír fyrrum stjórar United reknir á örfáum dögum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Arnars á föstudag – Hausverkur að velja markvörð

Líklegt byrjunarlið Arnars á föstudag – Hausverkur að velja markvörð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United spurðist fyrir um Gallagher en náðu ekki saman

United spurðist fyrir um Gallagher en náðu ekki saman
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Glugganum skellt í lás í kvöld: Fáðu öll tíðindin á einum stað – Lammens mættur til United – Zinchenko fór frá Arsenal

Glugganum skellt í lás í kvöld: Fáðu öll tíðindin á einum stað – Lammens mættur til United – Zinchenko fór frá Arsenal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool staðfestir númerið sem Isak verður með á bakinu

Liverpool staðfestir númerið sem Isak verður með á bakinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Andar köldu í Beckham fjölskyldunni – Málefni helgarinnar vekja mikla athygli

Andar köldu í Beckham fjölskyldunni – Málefni helgarinnar vekja mikla athygli
Hide picture