fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
433Sport

KR staðfestir að Axel hafi rift samningi sínum – „Fann hversu ótrúlega sérstakur þessi klúbbur er“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 12:30

Axel Óskar. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR hefur staðfest að Axel Óskar Andrésson hafi rift samningi sínum við félagið, segir í yfirlýsingu að það hafi verið af hans frumkvæði.

Axel gekk í raðir KR fyrir tímabilið en eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við KR var talið líklegt að Axel yrði í litlu hlutverki.

Hann er nú sterklega orðaður við heimkomu í Aftureldingu en uppeldisfélag hans er komið aftur upp í efstu delid.

„Knattspyrnudeild KR þakkar Axel Óskari fyrir framlag hans til félagsins á liðnu tímabili. Axel Óskar er heiðursmaður mikill og frábær félagi, en hann óskaði eftir að fá samningi sínum rift, sem félagið samþykkti. Við óskum Axel velfarnaðar á nýjum vettvangi og þökkum fyrir framlag hans til félagsins og góð kynni,“ segir í yfirlýsingu KR.

Axel sjálfur þakkar svo fyrir sig. „Takk KR-ingar fyrir minn stutta tíma hjá félaginu. Þrátt fyrir að hafa eingöngu verið eitt tímabil hjá KR og þótt að það hafi verið strembið, þá fann maður fyrir hversu ótrúlega sérstakur þessi klúbbur er. Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg og ég elska fólkið sem kemur að klúbbnum. Ég óska KR alls hins besta í framtíðinni,“ segir Axel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Barcelona byrjað að ræða við Rashford

Barcelona byrjað að ræða við Rashford
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segist ætla að vinna alla titlana með Arsenal

Segist ætla að vinna alla titlana með Arsenal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lenti í skelfilegu bílslysi og man ekki eftir neinu: ,,Það klikkaðasta er að allur heimurinn fékk að upplifa það meira en ég“

Lenti í skelfilegu bílslysi og man ekki eftir neinu: ,,Það klikkaðasta er að allur heimurinn fékk að upplifa það meira en ég“
433Sport
Í gær

Vandræðaleg byrjun hjá Ten Hag – Rassskelltir af táningum frá Brasilíu

Vandræðaleg byrjun hjá Ten Hag – Rassskelltir af táningum frá Brasilíu
433Sport
Í gær

Næst í forgangi hjá United að finna framherja – Verða að selja til að fjármagna þau kaup

Næst í forgangi hjá United að finna framherja – Verða að selja til að fjármagna þau kaup
433Sport
Í gær

Liverpool sagt hafa opnað samtalið við Real Madrid

Liverpool sagt hafa opnað samtalið við Real Madrid