fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

KR staðfestir að Axel hafi rift samningi sínum – „Fann hversu ótrúlega sérstakur þessi klúbbur er“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 12:30

Axel Óskar. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR hefur staðfest að Axel Óskar Andrésson hafi rift samningi sínum við félagið, segir í yfirlýsingu að það hafi verið af hans frumkvæði.

Axel gekk í raðir KR fyrir tímabilið en eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við KR var talið líklegt að Axel yrði í litlu hlutverki.

Hann er nú sterklega orðaður við heimkomu í Aftureldingu en uppeldisfélag hans er komið aftur upp í efstu delid.

„Knattspyrnudeild KR þakkar Axel Óskari fyrir framlag hans til félagsins á liðnu tímabili. Axel Óskar er heiðursmaður mikill og frábær félagi, en hann óskaði eftir að fá samningi sínum rift, sem félagið samþykkti. Við óskum Axel velfarnaðar á nýjum vettvangi og þökkum fyrir framlag hans til félagsins og góð kynni,“ segir í yfirlýsingu KR.

Axel sjálfur þakkar svo fyrir sig. „Takk KR-ingar fyrir minn stutta tíma hjá félaginu. Þrátt fyrir að hafa eingöngu verið eitt tímabil hjá KR og þótt að það hafi verið strembið, þá fann maður fyrir hversu ótrúlega sérstakur þessi klúbbur er. Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg og ég elska fólkið sem kemur að klúbbnum. Ég óska KR alls hins besta í framtíðinni,“ segir Axel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Engar líkur á að Slot fái sparkið

Engar líkur á að Slot fái sparkið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal skrifaði söguna í gær

Arsenal skrifaði söguna í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ekkert lið á verra skriði en Liverpool – Slot með líklegustu mönnum til að fá stígvélið

Ekkert lið á verra skriði en Liverpool – Slot með líklegustu mönnum til að fá stígvélið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Slot opinberar hvað Van Dijk gerði eftir vonbrigðin í gær

Slot opinberar hvað Van Dijk gerði eftir vonbrigðin í gær
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“
Sport
Í gær

Hörmungar Liverpool halda áfram – Arsenal, Chelsea og City áfram og Newcastle henti Tottenham úr leik

Hörmungar Liverpool halda áfram – Arsenal, Chelsea og City áfram og Newcastle henti Tottenham úr leik
433Sport
Í gær

Lék fyrsta landsleikinn 17 ára gömul – „Þetta var algjör draumur“

Lék fyrsta landsleikinn 17 ára gömul – „Þetta var algjör draumur“
433Sport
Í gær

Stóri Ange gæti snúið aftur – Yrði þriðja starfið á hálfu ári

Stóri Ange gæti snúið aftur – Yrði þriðja starfið á hálfu ári
433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Laugardalnum – Þrjár fá áttu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Laugardalnum – Þrjár fá áttu