fbpx
Mánudagur 08.september 2025
433Sport

Erfitt að kyngja ákvörðun Gylfa Þórs – „Hefur auðvitað ekkert tilkall til að börn þess komi aftur“

433
Sunnudaginn 10. nóvember 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni á 433.is þetta skiptið.

Það var meðal annars rætt um landsliðshóp fyrir komandi leiki karlalandsliðsins en þar er enginn Gylfi Þór Sigurðsson. Hann sagði sjálfur í viðtali við Hjörvar Hafliðason að það hafi verið sameiginleg ákvörðun hans, Age Hareide landsliðsþjálfara og KSÍ.

„Ég held hann sé bara að hugsa sig um og pæla í framhaldinu. Hann er líka með öll þessi námskeið núna og nóg að gera,“ sagði Hrafnkell um málið, en Gylfi er með tækniskóla á sínum vegum.

video
play-sharp-fill

Nánar var rætt um Gylfa og í kjölfarið barst ákvörðun hans um að fara í Val síðasta vetur í tal. Hann er uppalinn FH-ingur og Þorgerður mikill stuðningsmaður Hafnarfjarðarliðsins. Hún hefði svo sannarlega viljað fá hann heim og fannst miður að missa af honum.

„Já, mér fannst það erfitt. En félagið hefur auðvitað ekkert tilkall til að börn þess komi aftur þangað. Ég skil alveg af hverju hann fór þangað. Valur hefur forskot á öll önnur félög hér heima á Íslandi – og kannski Víkingur ef þeir halda svona áfram í Evrópukeppninni.

En ég hefði viljað sjá hann heima í Krika og bind enn vonir við að hann endi ferilinn þar,“ sagði Þorgerður.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Strákarnir okkar fullir sjálfstrausts fyrir ógnarstórt próf í París – „Það gefur okkur mikið í framhaldinu“

Strákarnir okkar fullir sjálfstrausts fyrir ógnarstórt próf í París – „Það gefur okkur mikið í framhaldinu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Allir æfðu í París
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þungt högg fyrir Frakka fyrir leikinn við Ísland

Þungt högg fyrir Frakka fyrir leikinn við Ísland
433Sport
Í gær

Fréttamaður RÚV varð fyrir barðinu á bellibrögðum Garðbæinga – „Við skildum ekkert í þessu“

Fréttamaður RÚV varð fyrir barðinu á bellibrögðum Garðbæinga – „Við skildum ekkert í þessu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Myndaveisla frá Laugardalsvelli, 5-0

Myndaveisla frá Laugardalsvelli, 5-0
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Við getum ekki beðið um mikið meira en þetta“

„Við getum ekki beðið um mikið meira en þetta“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
Hide picture