fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
433Sport

Gylfi Þór ræddi æsku sína – „Maður horfir til baka, þetta var erfitt stundum“

433
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 10:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson miðjumaður Vals var í ítarlegu viðtali við Hjörvar Hafliðason í gær þar sem farið var yfir sviðið.

Gylfi ræddi ítarlega um málin og eitt af því var Tækniþjálfun hans sem hefur notið vinsælda síðustu mánuði.

Hjörvar spurði Gylfa út í hans æsku og þá staðreynd að hann æfði yfirleitt meira en aðrir, hann átti draum um að ná langt sem rættist.

„Það eru ekkert allir krakkar í því, það eru ekkert allir sem vilja það. Ekki allir með drauminn að ná langt,“ sagði Gylfi Þór um málið.

Gylfi átti magnaðan feril í atvinnumennsku áður en hann kom heim en hann fór alla leið í það að láta drauminn rætast.

„Sem lítill krakki og maður horfir til baka, þetta var erfitt stundum. Vinirnir voru að fara að gera allt annað, ég var að fara til Gauta sjúkraþjálfara í styrktaræfingar. Maður skildi þetta ekki þá en draumurinn var atvinnumennska og maður vildi gera allt.“

Gylfi segist sjá marga krakka í dag sem hafa hæfileika en segir margt hægt „Það er svo margt sem kemur inn í næstu tíu árin, hvort þau muni meika það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Faðir Wirtz segir frá því hvernig Slot heillaði og erfiðu símtali í Bayern

Faðir Wirtz segir frá því hvernig Slot heillaði og erfiðu símtali í Bayern
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Koma upp um leynifundi stjórnenda Manchester United – Eru staddir á Íslandi til að reyna að finna lausnir

Koma upp um leynifundi stjórnenda Manchester United – Eru staddir á Íslandi til að reyna að finna lausnir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skaginn staðfestir sölu á Oliver í næst efstu deild í Póllandi

Skaginn staðfestir sölu á Oliver í næst efstu deild í Póllandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

KA staðfestir komu Birnis – Gerir samning út tímabilið

KA staðfestir komu Birnis – Gerir samning út tímabilið
433Sport
Í gær

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ
433Sport
Í gær

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi
433Sport
Í gær

‘Niðurlægðu’ stjörnuna í færslu á samskiptamiðlum – Bað aftur um meiri tíma en fékk tusku í andlitið

‘Niðurlægðu’ stjörnuna í færslu á samskiptamiðlum – Bað aftur um meiri tíma en fékk tusku í andlitið
433Sport
Í gær

Valur komið í næstu umferð

Valur komið í næstu umferð