fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fókus

Umdeildi rapparinn viðurkennir að hafa logið – „Ég kaus Trump“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 09:29

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umdeildi rapparinn Azelia Banks hefur nú viðurkennt að hafa logið þegar hún lýsti yfir stuðning við forsetaframbjóðandann Kamölu Harris.

„Ég laug, ég kaus Trump í gær,“ skrifaði hún á X, áður Twitter.

Fyrr í vikunni kom Banks aðdáendum sínum á óvart þegar hún sagðist ætla að kjósa Harris í komandi kosningum.

„Ég ætla að kjósa Kamölu Harris á morgun því Elon Musk á ekkert erindi í bandarísk stjórnmál. Endir.“

Elon Musk og Donald Trump virðast vera orðnir góðir vinir og er Musk sagður hafa verið með Trump þegar niðurstöður kosninganna lágu fyrir.

Löng saga

Saga Azeliu Banks og Elon Musk nær nokkur ár aftur í tímann. Árið 2018 sagðist Banks hafa eytt nokkrum furðulegum dögum heima hjá Musk í Los Angeles. Hún sagðist hafa verið heima hjá honum að bíða eftir þáverandi kærustu hans, tónlistarkonunni Grimes, en þær ætluðu að búa til tónlist saman.

Banks fór hörðum orðum um parið á samfélagsmiðlum.

En þeir sem hafa fylgt Banks á X undanfarna mánuði ættu ekki að vera hissa að hún hafi kosið Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Að vera 55 ára og hafa nóg að gera, það er bara geggjað. Það er gjöf.“

„Að vera 55 ára og hafa nóg að gera, það er bara geggjað. Það er gjöf.“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erfiðasta æfingin sem þú getur gert heima hjá þér

Erfiðasta æfingin sem þú getur gert heima hjá þér
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lögreglan hafði ítrekað verið kölluð að heimili leikstjórans fyrir morðin

Lögreglan hafði ítrekað verið kölluð að heimili leikstjórans fyrir morðin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý sér ást í kortunum hjá Bríeti: „Það er eitthvað nýtt samband. Þau eru jafningjar og þeim líður vel“

Ellý sér ást í kortunum hjá Bríeti: „Það er eitthvað nýtt samband. Þau eru jafningjar og þeim líður vel“