fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Stóð fastur á sínu og lét níu þúsund krónur gera útslagið: Var lofað mun hærri upphæð – ,,Enginn kannaðist við mig lengur“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Martin Keown, goðsögn Arsenal, ákvað að yfirgefa félagið árið 1986 og samdi við Aston Villa þar sem hann spilaði í þrjú ár.

Keown er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal en eftir tímann hjá Villa fór hann til Everton og svo aftur til Arsenal þar sem hann lék frá 1993 til 2004.

Keown var táningur Arsenal á sínum tíma en hann vildi fá litla launahækkun hjá félaginu sem hann taldi sig eiga skilið.

Um var að ræða mjög efnilegan miðvörð í Englandi en hann spilaði 43 landsleiki fyrir England frá 1992 til 2002.

Keown vildi fá 400 pund á viku hjá Arsenal svo hann myndi skrifa undir nýjan samning en Arsenal neitaði hans boði og var mest til í að gefa honum 350 pund sem varð til þess að hann leitaði annað.

400 pund í dag eru um 70 þúsund krónur og fékk Keown mun hærri upphæð á viku eftir að hafa krotað undir hjá Villa.

,,Don Howe var stjórinn á þessum tíma og hann ráðlagði mér að skrifa ekki undir þennan ákveðna samning,“ sagði Keown.

,,Mér var boðið 250 pund fyrir fyrsta árið og 300 pund fyrir það seinna. Don sagði við mig að ef ég kæmist í aðalliðið þá yrðu þetta ekki 300 pund heldur miklu meira.“

,,Hann sagði mér að skrifa undir út árið svo ég gerði það. Ég spilaði 21 leik með aðalliðinu og eftir það þá var mér boðið 300 pund á viku.“

,,Ég hugsaði með mér að Don væri nú farinn frá félaginu og að enginn þarna kannaðist við mig lengur. Við spiluðum við Everton undir lok þessa tímabils og mér var sagt að ég væri besti ungi varnarmaður landsins ásamt Tony Adams. Ég nefndi það í samningaviðræðum nokkrum mánuðum seinna.“

,,Ég sagði við þá að ég væri ekki að leitast eftir stórri upphæð, að ég vildi fá 100 pundum meira á viku frekar en 50 en þeir neituðu og sögðu að það væri ekki hægt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vill fara frá Chelsea í janúar

Vill fara frá Chelsea í janúar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Solskjær vildi kaupa þessa þrjá til United – Fékk í staðin þessa leikmenn

Solskjær vildi kaupa þessa þrjá til United – Fékk í staðin þessa leikmenn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Í gær

Góð tíðindi af Orra

Góð tíðindi af Orra
433Sport
Í gær

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“