Ruben Amorim segir að ein af kröfum hans í viðræðum við Manchester United væri að hann fengi að taka alla aðstoðarmenn sína með sér.
Búist er við að Amorim taki fimm aðstoðarmenn með sér á Old Trafford þegar hann tekur við.
Líklega verður ekkert pláss fyrir Ruud van Nistelrooy sem er tímabundinn stjóri liðsins í dag.
Amorim segir að fólk verði svo að átta sig á því að peningar eru ekki ástæða þess að hann tók við United.
„Sumir tala um peninga og United, það er ekki þannig. Önnur félög voru tilbúin að borga mér þrefallt hærri laun en ég sagði nei. Þetta er félagið sem ég vildi, Manchester United,“ sagði Amorim.