fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Hilmar Árni fer af stað með spennandi verkefni – „Ég hélt að ég yrði aldrei týpan sem yrði hluti af svoleiðis“

433
Laugardaginn 2. nóvember 2024 16:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hilmar Árni Halldórsson, sem lagði skóna á hilluna á dögunum, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni, sem kemur út alla föstudaga á 433.is.

Hilmar, sem átti glæsilegan feril með Stjörnunni, snýr sér nú að þjálfun yngri flokka félagsins en hann lauk einnig meistaragráðu í heimsspeki í sumar. Mun hann nýta það í starfi sínu en til hliðar er hann að hrinda af stað hlaðvarpi ásamt góðum félaga.

video
play-sharp-fill

„Það er aðeins öðruvísi nálgun á íþróttina. Mér finnst mjög gaman að pæla í íþróttum frá heimspekilegu sjónarhorni. Í tengslum við það er ég að fara í smá verkefni með Arnari Guðjóns körfuboltaþjálfara. Hann hringdi í mig og bað mig um að gera podkast með sér. Ég hélt að ég yrði aldrei týpan sem yrði hluti af svoleiðis,“ sagði Hilmar léttur.

„Það er meira verið að pæla í hlutum eins og þegar illa gengur, hvernig hugsarðu um þig, berðu þig sem leiðtogi þegar þú ert mögulega að tapa öllu. Þessir vinklar sem manni finnst kannski ekki mjög oft rætt um en þú ert mjög kunnugur sem íþróttamanneskja.

Við erum að fá til okkar þjálfara úr öllum boltagreinunum og pælingin er bara að fara í allar íþróttir.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eru áhugasamir um Kane sem er opinn fyrir nýju ævintýri

Eru áhugasamir um Kane sem er opinn fyrir nýju ævintýri
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Balotelli fagnar því að þjálfari Mikaels hafi verið rekinn um helgina – Þolir ekki Vieira

Balotelli fagnar því að þjálfari Mikaels hafi verið rekinn um helgina – Þolir ekki Vieira
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Van Dijk svarar Wayne Rooney og sakar hann um leti

Van Dijk svarar Wayne Rooney og sakar hann um leti
433Sport
Í gær

Sprakk loks út hjá Rúnari – Nefnir nokkur lykilatriði sem spiluðu inn í

Sprakk loks út hjá Rúnari – Nefnir nokkur lykilatriði sem spiluðu inn í
433Sport
Í gær

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið
Hide picture