fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
433Sport

Viðurkennir að hann hafi hugsað um að fara oftan en einu sinni – ,,Pressan hafði áhrif“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 27. október 2024 13:33

Raphinha ásamt Yamal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raphinha komst á blað fyrir Barcelona í gær sem vann Real Madrid 4-0 í spænsku úrvalsdeildinni.

Raphinha hefur verið í flottu formi með Barcelona á tímabilinu en hann kom til félagsins frá Leeds árið 2022.

Brassinn hefur undanfarin tvö ár margoft verið orðaður við brotfför og viðurkennir sjálfur að hann hafi skoðað aðra möguleika á tímapunkti.

,,Það hefur gerst nokkrum sinnum að ég hef íhugað að yfirgefa Barcelona,“ sagði Raphinha.

,,Fyrstu sex mánuðina eftir komuna og þar til HM byrjaði, ég upplifði ekki bestu byrjunina svo ég hef íhugað að fara annað.“

,,Ég byrjaði að efast um sjálfan mig. Ég er með þann ókost að gagnrýna sjálfan mig of mikið og pressan hafði þessi áhrif á mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ömurlegt atvik vekur óhug – Hjúkrunarfræðinemi höfuðkúpubrotinn eftir árás

Ömurlegt atvik vekur óhug – Hjúkrunarfræðinemi höfuðkúpubrotinn eftir árás
433Sport
Í gær

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United