fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Viðurkennir að hafa elt peningana: Var alltaf í skugga annars manns – ,,Gátu ekki fengið hann svo þeir fengu mig“

Victor Pálsson
Laugardaginn 26. október 2024 22:00

Wayne Bridge t.h

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Bridge viðurkennir að hann hafi allan sinn feril verið í skugga landa síns Ashley Cole sem er einn besti vinstri bakvörður sögunnar.

Bridge var fenginn til Chelsea árið 2003 frá Southampton og spilaði vel til að byrja með áður en Chelsea ákvað að fá til sín Cole frá Arsenal.

Cole tók yfir stöðu Bridge á Stamford Bridge sem varð til þess að hann færði sig yfir til Manchester City árið 2009.

Ekki nóg með það heldur tók Cole einnig sæti Bridge í enska landsliðinu en sá síðarnefndi lék þó 36 landsleiki.

,,Ég var að spila vel þegar Ashley mætti á svæðið og hann kom ekki beint inn í byrjunarliðið,“ sagði Bridge um Chelsea.

,,Ég man eftir leik gegn Charlton þar sem við vorum 1-0 yfir áður en þeir jöfnuðu. Ég var tekinn af velli og vissi að þetta væru mín endalok.“

Bridge tjáir sig svo um skiptin til City og viðurkennir að hafa elt peningana til Manchester.

,,Það var allt annað að mæta inn í lið sem var að ganga í gegnum svo miklar breytingar. Ég elti peningana.“

,,Chelsea gat ekki fengið Ashley á sínum tíma svo þeir fengu mig. City gat ekki fengið Ashley svo þeir fengu mig!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kudus keyptur til Tottenham

Kudus keyptur til Tottenham
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sambandsdeildin: Víkingar í góðum málum

Sambandsdeildin: Víkingar í góðum málum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Uppákoma á æfingasvæði Íslands – „Gott að við séum ekki að fara að hitta þá aftur“

Uppákoma á æfingasvæði Íslands – „Gott að við séum ekki að fara að hitta þá aftur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Andstæðingurinn hrósar stuðningsmönnum Íslands í hástert

Andstæðingurinn hrósar stuðningsmönnum Íslands í hástert
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal kaupir danska miðjumanninn

Arsenal kaupir danska miðjumanninn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna