fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Halldór Árnason brattur fyrir sunnudeginum – „Ég er nánast fegin að þurfa ekki að hugsa út í það að jafntefli dugi“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 25. október 2024 14:30

Halldór Árnason, fyrrum þjálfari Breiðabliks. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks segist klár í slaginn fyrir sunnudaginn þegar úrslitaleikur Bestu deildarinnar fer fram.

Aðeins einn leikmaður Breiðabliks er frá vegna meiðsla. „Staðan á hópnum er mjög góð eins og hún hefur verið seinni part sumars, það er Alexander Helgi sem hefur verið frá í smá tíma og er ekki leikfær á sunnudag. Aðrir eru klárir,“ sagði Halldór á fréttamannafundi í dag.

Halldór var á þremur gulum spjöldum fyrir leikinn gegn Stjörnunni síðustu helgi og var meðvitaður um það en Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings fékk sitt fjórða gula síðustu helgi og verður í banni. Fjórða dómara í leik Breiðabliks og Stjörnunnar fannst furðulegt hversu rólegur Halldór var.

„Samtalið var þannig að Jóhann Inga fannst það skrýtið hvað ég sagði lítið, ég var meðvitaður um það að ég væri á þremur spjöldum. Ég er búinn að standa mig vel að halda mér á þessum þremur.“

Víkingum dugar jafntefli á sunnudag en Blikar þurfa að sækja til sigurs, Halldór segir það bara jákvætt.

„Það hefur þannig séð jákvæð áhrif, það hefði verið skrýtið að spila upp á jafntefli eða að það myndi duga. Við höfum verið frá því í lok júní varla mátt misstíga okkur. Liðið hefur andlega verið sterkt og sótt þá sigra, ég er nánast fegin að þurfa ekki að hugsa út í það að jafntefli dugi.“

Halldór hrósar svo Víkingum fyrir sigurinn gegn Cercle Brugge í gær. „Virkilega vel gert hjá Víkingum, mikilvægt fyrir Ísland í stigasöfnun að elta þetta 33 sæti á lista UEFA sem myndi gjörbreyta stöðu Íslands. Mikilvægt fyrir þá og landið, og senda þau skilaboð að við erum komin langt sem fótboltaþjóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn syrgir Age Hareide – „Svo ótrúlega sorgmæddur“

Knattspyrnuheimurinn syrgir Age Hareide – „Svo ótrúlega sorgmæddur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Age Hareide er látinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hilmar Árni verður aðstoðarmaður Óskars í Vesturbænum

Hilmar Árni verður aðstoðarmaður Óskars í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lýsir áhyggjum af stöðunni í Eyjum – „Alvarlegt merki um að kerfið sé ekki að þjóna öllum börnum jafnt“

Lýsir áhyggjum af stöðunni í Eyjum – „Alvarlegt merki um að kerfið sé ekki að þjóna öllum börnum jafnt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hættir Guardiola næsta sumar? – City skoðar arftaka og Maresca er á blaði

Hættir Guardiola næsta sumar? – City skoðar arftaka og Maresca er á blaði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Roy Keane urðar yfir Mainoo og bróðir hans – Telur allar líkur á að hann hafi vitað af uppátæki hans

Roy Keane urðar yfir Mainoo og bróðir hans – Telur allar líkur á að hann hafi vitað af uppátæki hans
433Sport
Í gær

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi
433Sport
Í gær

Guardiola lokar vinsælum stað sínum vegna hækkandi skatta

Guardiola lokar vinsælum stað sínum vegna hækkandi skatta