Stefán Árni Pálsson, íþróttafréttamaður og stjórnandi Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Risaleikur er framundan á sunnudag, þar sem úrslitin í Bestu deild karla ráðast. Þær mætast Víkingur og Breiðablik. Mikið hefur verið rætt um miðamál í aðdraganda leiksins en aðeins 2500 komast fyrir. Ljóst er að hægt væri að selja mun fleiri miða, enda eftirvæntingin fyrir leiknum mikil.
„Það voru meira en 2500 manns á oddaleik Vals og Grindavíkur í körfunni og fótbolti er töluvert stærri íþrótt. Auðvitað væri skemmtilegt ef þessi leikur væri á stærri velli,“ sagði Stefán.
Hrafnkell segir Víkinga óttast að miðalausir freisti þess að komast á leikinn.
„Ég hef heyrt að Víkingar séu hræddir við það að eitthvað miðalaust lið muni flykkjast þangað og henda sér á grindverkið. Það yrði vesen fyrir gæsluna svo ég skil þeirra áhyggjur.“
Umræðan í heild er í spilaranum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar