fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Erfið staða og margir svekktir en hugarfar hans vekur athygli – „Mikið væri gott ef heimurinn ætti fleiri eins og Guðmund“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 24. október 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ljóst að aðeins 2500 manns komast á leik Víkings og Breiðabliks á sunnudag þar sem úrslitaleikur Bestu deildar karla fer fram.

Víkingar létu Blika fá 10 prósent af miðunum þrátt fyrir að í reglum komi fram að þeir hefðu aðeins þurft að vera 5 prósent.

Ljóst er að miklu færri Blikar komast á völlinn en hafa áhuga á því að mæta. „Því miður er staðan þannig að Breiðablik fær aðeins 250 miða frá Víkingum á leikinn á sunnudaginn. Þetta er erfitt og margir svekktir með að komast ekki á völlinn, þar eru ungir Blikar og þeir sem hafa mætt á alla leiki í tugi ára. Við þéttum hins vegar raðirnar sem aldrei fyrr og okkar sameiginlega markmið er að koma Íslandsmeistaratitli númer 2 þetta sumarið í Smárann,“ segir á vefsvæði Breiðabliks.

Félagið birtir svo skilaboð sem Guðmundur Jóhannesson einn dyggasti stuðningsmaður liðsins sendi félaginu en hann gæti átt von á því að fá miða. „Sæll félagi, ég er „Afreksbliki“ og hef mætt á nánast alla leiki Breiðabliks sl. 20 ár og sl. 15 ár ávallt grænklæddur og reynt að hvetja sem mest. Með aldrinum endist röddin vart nema annan hálfleikinn, því hef ég ákveðið að fái ég miða í útdrættinum muni ég senda þér miðann til handa einhverjum úr „STUÐNINGSSVEITINNI,“ skrifaði Guðmundur.

Guðmundur gengur alltaf á heimaleiki Breiðablik af Kársnesinu þar sem hann býr og þessi mynd af honum efst í fréttinni náðist fyrir leikinn á móti ÍA um daginn

„Mikið væri gott ef heimurinn ætti fleiri eins og Guðmund,“ segir í tilkynningu Blika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brynjar Björn tekur við Leikni

Brynjar Björn tekur við Leikni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið