fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
433Sport

Garðbæingar svara fyrir sig eftir kæruna sem bar árangur – „Gerum öllum jafn hátt undir höfði“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. október 2024 13:21

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn Stjörnunnar segja það stefnu félagsins að gera öllum jafn hátt undir höfði sama á hvaða getustigi er spilað.

Umræða hefur skapast um mál er varðar kæru Stjörnunnar á framkvæmd þegar KA og Stjarnan mættust í úrslitum C-liða í 4. flokki drengja.

Jafnt var eftir venjulegan leiktíma og var leikurinn framlengdur, í stað þess að framlengja leikinn um 20 mínútur eins og reglur gera ráð fyrir þá framlengdi dómari leiksins hann um 10 mínútur.

Meira:
Magni einn þeirra sem leggur orð í belg eftir að Garðbæingar kærðu úrslit í leik ungra drengja – „Mannleg mistök hjá sjálfboðaliða“

Eftir framlengingu var jafnt og því var farið í vítaspyrnukeppni. Þar átti reglum samkvæmt að taka 5 spyrnur á lið en dómari leiksins lét liðin aðeins taka þrjár spyrnur.

KA vann leikinn en nú hefur KSÍ úrskurðað um að leika skuli framlengingu leiksins aftur og vítaspyrnukeppni ef þarf með. KA þarf að greiða allan ferðakostnað fyrir Stjörnuna í leikinn sem fram fer á Akureyri líkt og sá fyrri.

Yfirlýsing Stjörnunnar:
Umtalsverð umfjöllun hefur átt sér stað í kjölfar þess að 4. flokkur karla spilaði úrslitaleik á móti KA þar sem framkvæmd leiksins fór úrskeiðis hjá KA. Það er gríðarlega mikilvægt að því sé haldið til haga að við sem félag gerum ekki greinarmun á getustigi þegar kemur að metnaði við að framkvæmd leikja sé í lagi og þá allra síst úrslitaleikur Íslandsmóts. Sú umræða sem hefur skapast á samfélagsmiðlum í kjölfarið er byggð á upphrópunum og eftir atvikum, röngum upplýsingum.

Ljóst er að bæði leiktími framlengingar var helmingi styttri en á að vera skv. reglum KSÍ og að fjöldi vítaspyrna var umtalsvert færri en reglur gera ráð fyrir. Það eru vonbrigði að forráðamenn KA hafi ekki sýnt þann drengskap að leggja inní umræðuna sem hefur skapast þá einföldu staðreynd að menn hafi gert mistök og leiðrétta þær rangfærslur sem koma þarna fram. Í þessu tilviki sem og öðrum þá er það stefna Stjörnunnar að öllum iðkendum sé sýnd sama virðing á hvaða getustigi sem er hvort heldur sem er í framkvæmd leikja eða í þeirri umræðu sem skapast hefur eftir á. Sannleikurinn er sá að þjálfarar liðsins og forráðamenn félagsins tóku þá ákvörðun að kæra úrslitin þannig að atvik sem þetta myndi ekki endurtaka sig.

Áfram fótboltinn og gerum öllum jafn hátt undir höfði og vöndum okkur í því mikilvæga starfi sem okkur er treyst fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Verður áfram eftir allt saman – Hafnar gylliboðum til að starfa áfram með Arteta

Verður áfram eftir allt saman – Hafnar gylliboðum til að starfa áfram með Arteta
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gríðarlegur áhugi á leikmanni City – Eru til í að leggja yfir 4 milljarða á borðið

Gríðarlegur áhugi á leikmanni City – Eru til í að leggja yfir 4 milljarða á borðið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hafnar Real Madrid og Barcelona – Ætlar til Newcastle

Hafnar Real Madrid og Barcelona – Ætlar til Newcastle
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ruben Amorim getur gleymt því að fá manninn sem hann vildi hvað mest fá

Ruben Amorim getur gleymt því að fá manninn sem hann vildi hvað mest fá
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hvernig Luis Enrique horfir á æfingar PSG vekur mikla athygli

Hvernig Luis Enrique horfir á æfingar PSG vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Ætlar að slást við Alisson næsta vetur – Hefur engan áhuga á að fara á láni

Ætlar að slást við Alisson næsta vetur – Hefur engan áhuga á að fara á láni
433Sport
Í gær

Kobbie vill vera áfram hjá United en er efins með eitt

Kobbie vill vera áfram hjá United en er efins með eitt