fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Telja sig vita hvaðan Liam Payne fékk fíkniefnin og hvað olli því að hann féll

Fókus
Laugardaginn 19. október 2024 09:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Liam Payne lést þann 16. október eftir að hann féll frá þriðju hæð hótels sem hann dvaldi á í Buenos Aires, Argentínu. Fyrir liggur að söngvarinn hafði neytt fíkniefna áður en hann lést og hefur lögreglan í Buenos Airs rannsakað hvaðan hann fékk efnin.

Heimildarmaður innan embætti saksóknarans í Buenos Aires segir nú í samtali við People að lögregla telur sig vita hvaðan fíkniefnin komu. Líklega hafi söngvarinn keypt þau af starfsmanni hótelsins.

„Það virðast vera gögn þess efnis að starfsmaður hótelsins útvegaði Payne fíkniefni. Ákæra vegna fíkniefnalagabrots gæti verið framundan.“

People greinir eins frá því að Payne hafði verið hent út af öðru hóteli rétt áður en hann lést. Hafði söngvarinn þar verið öðrum gestum til ama og virtist undir áhrifum vímuefna.

The New York Post greindi frá því í nótt að Payne lést undir áhrifum sterks vímugjafa sem kallast Cristal, en efnið getur valdið gífurlegum ofskynjunum. Efnið veldur því að notendur þeirra upplifa miklar hæðir- og lægðir, og geta orðið árásagjarnir. Lögregla telur líklegt að Cristal útskýri hvers vegna söngvarinn var í miklu ójafnvægi daganna áður en hann lést. Hann hafði meðal annars rústað hótelherberginu sínu eins og sjá má á myndinni með fréttinni.

Ein kenning er sú að söngvarinn hafi upplifað miklar ofskynjanir og það valdið því að hann féll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Í gær

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu