fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Aldrei átt lögheimili á Íslandi en skuldar fasteignagjöld af þremur dýrum íbúðum í Norðurmýri

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 17. október 2024 16:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Lögbirtingablaðinu í dag er birt stefna á hendur manni með erlent nafn en íslenska kennitölu. Fram kemur að maðurinn hafi aldrei átt lögheimili á Íslandi og er hann því væntanlega ekki íslenskur ríkisborgari. Þrátt fyrir að maðurinn hafi aldrei átt lögheimili hér á landi á hann  þrjár fasteignir í Reykjavík og er það Reykjavíkurborg sem stefnir honum vegna ógreiddra fasteignagjalda af eignunum.

Maðurinn er á sextugsaldri en ekki kemur fram í stefnunni í hvaða landi talið er að hann sé búsettur. Maðurinn er þinglýstur eigandi þriggja íbúða sem eru allar í sama húsi, í Norðurmýrinni. Íbúðirnar eru samkvæmt fasteignaskrá 91, 173 og 183 fermetrar að stærð og eru þær samkvæmt núgildandi fasteignamati metnar á samtals 239.200.000 krónur.

Í stefnunni krefur Reykjavíkurborg manninn um greiðslu 342.998 króna, auk dráttarvaxta. Krafan er tilkomin vegna ógreiddra fasteignagjalda af íbúðunum þremur fyrir árið 2023.

Í stefnunni er einnig krafist staðfestingar á lögveðsrétti borgarinnar í íbúðunum þremur en tekið fram að samkvæmt lögum eigi hin ógreiddu fasteignagjöld að njóta lögveðsréttar í íbúðunum.

Stefnan er birt í Lögbirtingablaðinu þar sem ekki hefur tekist að hafa upp á manninum til að birta honum stefnuna og ítrekaðar tilraunir til að innheimta hin vangreiddu fasteignagjöld hafa ekki borið árangur.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok nóvember og skorað er á manninn að mæta fyrir dóm þá eða að greiða skuldina áður en að því kemur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“