fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Sár og reið út í TMZ fyrir að birta mynd af líki Liam Payne

Fókus
Fimmtudaginn 17. október 2024 10:04

Liam Payne á tónleikum í London 2019. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski slúðurfréttamiðillinn TMZ hefur fengið á sig harða gagnrýni eftir að miðillinn birti myndir af líki breska tónlistarmannsins Liam Payne.

Payne lést í Buenos Aires í Argentínu í gær, 31 árs að aldri, eftir að hafa hrapað til bana af svölum hótelherbergis í borginni.

TMZ hefur haft orð á sér að vera jafnan fyrst með fréttirnar og í fyrstu frétt miðilsins af andlátinu í gærkvöldi mátti meðal annars sjá nærmynd af handleggnum á Payne þar sem hann lá örendur. Payne var auðþekkjanlegur á húðflúrum sem hann var með á handleggjunum og á búknum.

Varpa ljósi á neyðarlínusímtal áður en Liam Payne hrapaði til bana

TMZ hefur nú fjarlægt umræddar myndir úr fréttinni og umorðað hana en óhætt er að segja að mörgum lesendum TMZ og aðdáendum tónlistarmannsins hafi verið verulega misboðið eins og fram kemur í frétt News.com.au.

„Það var engin þörf á að birta þessar myndir,“ sagði til dæmis einn á X. „Þið eruð brjáluð að hafa birt þetta,“ sagði annar. Fleiri tóku í svipaðan streng:

„Ég vildi að ég gæti sagt að þessi birting hjá TMZ kæmi mér á óvart en ég er ekki hissa. Hvar eru heilindin sem fólk í blaðamennsku þarf að starfa eftir? Þetta er ömurlegt. Sonur hans mun einn daginn sjá þessar myndir,“ sagði einn og vísaði í sjö ára son Liams sem hann á með tónlistarkonunni Cheryl Cole.

„Þetta er svo mikil vanvirðing. Þetta bókstaflega var að gerast. Ég er viss um að ekki sé einu sinni búið að ná í alla aðstandendur hans eða vini. Sýnið smá klassa, TMZ. Það er hægt að flytja fréttir án þess að gera það á viðbjóðslegan hátt.“

Þess vegna flaug kærasta Liam Payne heim nokkrum dögum áður en hann dó

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag