fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Liam Payne látinn

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 16. október 2024 22:07

Liam Payne Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski tónlistarmaðurinn Liam Payne er látinn, 31 árs að aldri. 

Bandarískir og argentískir fjölmiðlar greina frá. Payne var staddur á hóteli í Buenos Aires og greina nokkur vitni frá því að hafa séð hann falla af svölum hótelherbergis síns á 3. hæð. Ekki er vitað hvort um slys var að ræða eða Payne hafi tekið eigið líf.

Atvikið átti sér stað kl. 17 að staðartíma. Vitni segja að Payne hafi verið hagað sér undarlega fyrr um daginn, brotið fartölvu sína og verið fylgt upp á hótelherbergi sitt.

Payne var aðeins 16 ára gamall þegar hann varð einn meðlima strákasveitarinnar One Direction ásamt Harry Styles, Zayn Malik, Niall Horan og Louis Tomlinson. Hljómsveitin var sett saman árið 2010 í sjónvarpsþáttunum X-factor og náði fljótlega miklum vinsældum um allan heim. Malik hætti í One Direction árið 2015, en hinir störfuðu saman til ársloka það ár.

Payne opnaði sig um glímu sína with áfengi og lyf þegar hann var á tónleikaferðalagi með One Direction. Sagði hann að ástandið hefði orðið svo svart um tíma að hann hefði átt við sjálfsvígshugsanir að stríða.

Payne gaf út sólóplötuna LP1 árið 2019 og nú í mars gaf hann út plötuna Teardrops. 

Hann á son fæddan árið 2017 með Cheryl Cole, sem var í kvennasveitinni Girls Aloud.

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skemmtiferðasigling frá helvíti – 4200 manns um borð og klósettin hættu að virka

Skemmtiferðasigling frá helvíti – 4200 manns um borð og klósettin hættu að virka
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?