fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Fullyrt að Árni og Jóhann Birnir hætti í Breiðholtinu og taki við Fylki

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. október 2024 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Freyr Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson eru sagðir taka við Fylki á næstu dögum. Þetta kom fram í Dr. Football hlaðvarpinu í dag.

Árni og Jóhann hafa stýrt ÍR síðustu ár og gerðu nýjan samning við félagið á dögunum.

Fram kom í þættinum að málið væri langt komið en Árni og Jóhann stýrðu ÍR upp úr 2. deildinni fyrir rúmu ári síðan.

Þeir gerðu svo vel með ÍR í Lengjudeildinni í sumar þar sem liðið komst í umspil um laust sæti í Bestu deildinni.

Fylkir er fallið úr Bestu deildinni en ljóst er að Rúnar Páll Sigmundsson mun hætta eftir tímabilið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Milos rekinn úr starfi

Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar