fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Jóhann Berg svekktur og segir frá samskiptum sínum við dómarann – „Mér fannst vanta ró“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. október 2024 21:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Svekktur að tapa þessum leik þegar þú ert 1-0 yfir,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði Íslands í samtali við 433.is eftir 2-4 tap gegn Tyrkjum í Þjóðadeildinni í kvöld.

Ísland fékk dæmt á sig tvær vítaspyrnur í leiknum þar sem VAR tæknin var notuð, Tyrkir skoruðu aðeins úr annari spyrnu sinni þar. Í fyrri spyrnunni fór Hakan Çalhanoğlu á punktinn eftir að boltinn fór í hendina á Sverri Inga. Hakan rann hins vegar á punktinum og sparkaði boltanum í vinstri fót sinn og þaðan í markið.

Dómari leiksins hafði því engan annan kost en að dæma markið af. Völlurinn í Laugardalnum er háll og það hafði líklega áhrif.

Íslendingar vildu fá vítaspyrnu eftir þetta en ekki var farið í skjáinn þegar augljóst var að boltinn fór í hönd Tyrkjans á línunni. Urðu margir Íslendingar reiðir út í pólska dómara leiksins.

„Við eigum klárlega að fá víti í 2-1 og hann að fá rautt, ég er búin að skoða þetta aftur. Ég sagði við dómarann að það væri ótrúlegt að hann færi ekki í skjáinn, hann fer tvisvar í skjáinn fyrir þá.“

„Mér fannst við geta verið rólegri á þeirra þriðjungi og halda boltanum þar, mér fannst vanta ró. Koma til baka og skipta um kanta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Potter tekinn við
433Sport
Fyrir 2 dögum

Postecoglou kokhraustur á blaðamannafundi – „Sagan endar alltaf eins“

Postecoglou kokhraustur á blaðamannafundi – „Sagan endar alltaf eins“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði