fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Hefur sömu áhyggjur og þjálfari Milan – ,,Þurfum að vernda hann“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 13. október 2024 22:11

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mauricio Pochettino, stjóri bandaríska landsliðsins, viðurkennir að hann hafi áhyggjur af stórstjörnu liðsins, Christian Pulisic.

Pochettino vill meiri vernd fyrir stærstu stjörnu liðsins sem spilar með AC Milan á Ítalíu og glímir við mikið leikjaálag á hverju ári.

Paulo Fonseca, stjóri AC Milan, sagði fyrr í vikunni að hann hefði áhyggjur af Pulisic og að hann væri að spila of margar mínútur sem gæti endað með meiðslum.

,,Að mínu mati er hann stórkostlegur leikmaður, einn sá besti sóknarlega í heiminum,“ sagði Pochettino.

,,Ég viðurkenni að við höfum ákveðnar áhyggjur því stundum þurfum við að vernda hann á vellinum.“

,,Hann mætti til leiks nokkuð þreyttur en þegar við þurfum á honum að halda þá þarf hann að vera upp á sitt besta, ánægður og sterkur því hann er gríðarlega hæfileikaríkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér