fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Margir fyrrum liðsfélagar í Flórída þar sem ástandið er víða skelfilegt – „Það er hræðilegt að horfa á þetta“

433
Laugardaginn 12. október 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Blika er liðið varð Íslandsmeistari á dögunum, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Ásta, sem lagði skóna á hilluna eftir að Blika tryggðu sér titilinn á dögunum, fór yfir víðan völl í þættinum og ræddi meðal annars árin í háskólaboltanum í Bandaríkjunum, en hún nam og spilaði fótbolta í Flórída í þrjú og hálft ár.

video
play-sharp-fill

„Það líf var alveg líkt því að vera atvinnumaður, sérstaklega fyrir stelpur sem eru að stíga fyrstu skrefin. Maður fékk geðveikar aðstæður, geðveikt utanumhald, endalaus aðgangur að öllu því sem þú þarft, frábærir vellir,“ sagði Ásta.

Sem fyrr segir var skólinn hennar í Flórída, en fylkið hefur mikið verið í fréttum undanfarna daga vegna fellibylsins Milton.

„Þetta var reyndar í Suður-Flórída og sá staður er nokkuð öruggur núna. En það er hræðilegt að horfa á þetta. Ég þekki alveg stelpur sem voru með mér í liði sem eru þarna í kringum Orlando. Þetta er ekki gott,“ sagði Ásta.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Josep Martinez grunaður um að hafa valdið banaslysi

Josep Martinez grunaður um að hafa valdið banaslysi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Líklegt að De Bruyne verði frá í nokkra mánuði

Líklegt að De Bruyne verði frá í nokkra mánuði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney
Hide picture