fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Hákon ákveðinn fyrir næsta verkefni: ,,Það er bara eitt í stöðunni“

Victor Pálsson
Föstudaginn 11. október 2024 21:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Íslands, var nokkuð sáttur með stig gegn Wales í kvöld úr því sem komið var á Laugardalsvelli.

Wales komst í 2-0 hér heima í Þjóðadeildinni en íslensku strákarnir mættu grimmir til leiks í seinni hálfleik og jöfnuðu í 2-2.

Það var auðvitað stefna Íslands að vinna leikinn en að lokum var eitt stig niðurstaðan.

,,Þetta er skrítin tilfinning. Í hálfleik hefði verið gott að hugsa um stigið og jafna en við sköpum svo mikið í seinni og hefðum getað unnið þetta,“ sagði Hákon.

,,Mér leið mjög vel í leiknum, við sköpuðum færi og stöður í fyrri hálfleik og mér fannst þeir ekki gera neitt mikið. Ég fann á mér að við myndum skora í þessum leik.“

,,Það er bara eitt í stöðunni á mánudaginn og það er að vinna Tyrkina og þá þurfum við að spila eins og við gerðum í seinni hálfleik, að keyra yfir þá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Í gær

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Í gær

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Í gær

Szczesny gerir tveggja ára samning

Szczesny gerir tveggja ára samning