fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
433Sport

Gömul ummæli Klopp um Red Bull nú rifjuð upp eftir að hann tók við starfinu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 9. október 2024 19:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp var í dag ráðinn yfirþjálfari yfir öllum félögum sem Red Bull á, má þar nefna RB Leipzig, Red Bull Salzburg og New York Red Bulls.

Ljóst er að Klopp hefur alltaf hrifist af stefnu Red Bull og sanna gömul ummæli hans það.

Tíðindin koma nokkuð á óvart en Klopp sagði upp starfi sínu hjá Liverpool og ætlaði sér í frí. Hann ítrekar það í færslu sinni að hann ætli sér ekki að þjálfa strax.

Klopp hefur störf 1. janúar en þýskir miðlar segja að klásúla sé í samningi hans við Red Bull. Má hann taka við þýska landsliðinu ef slíkt tilboð kemur.

Tíðindin komu mörgum á óvart og falla í nokkuð grýttan jarðveg í Þýskalandi þar sem Red Bull er ekki hið hefðbundna fótboltafélag eins og Þjóðverjar vilja hafa þau.

Klopp hefur hins vegar rætt um Red Bull og starfsemi þeirra árið 2022.

„Það sem Red Bull er að gera er mjög spennandi, ég verð að segja það. Á hverju ári selja þeir góða leikmenn en geta alltaf búið til gott lið,“
sagði Klopp eftir æfingaleik við Red Bull Salzburg þegar hann stýrði Liverpool árið 2022.

„Það er mjög áhugavert hvað þeir eru að gera. Hugmyndafræði þeirra er ekki langt frá því sem við viljum gera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þarf að fara í stóra aðgerð og verður frá í fleiri mánuði

Þarf að fara í stóra aðgerð og verður frá í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hrottaleg slagsmál brutust út í nótt á Spáni – Sjáðu myndbandið

Hrottaleg slagsmál brutust út í nótt á Spáni – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fær grænt ljós frá Arsenal og fær að mæta Chelsea

Fær grænt ljós frá Arsenal og fær að mæta Chelsea
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fréttirnar um Klopp algjört kjaftæði

Fréttirnar um Klopp algjört kjaftæði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fjögur stórlið í samtali við Emi Martinez – Tvö á Englandi og tvö á Spáni

Fjögur stórlið í samtali við Emi Martinez – Tvö á Englandi og tvö á Spáni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja Greenwood í sumar

Gætu neyðst til að selja Greenwood í sumar