fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

Þjóðverjar mjög hissa á Klopp að hafa tekið þessu starfi – Ímynd þeirra í Þýskalandi er ekki góð

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 9. október 2024 14:30

Klopp var hrifinn af vetrarfríinu. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kerry Hau fréttamaður Sky í Þýskalandi segir að fólk þar í landi sé mjög hissa á því að Jurgen Klopp sé að fara að starfa fyrir Red Bull, Þjóðverjum er ekki mjög vel við fyrirtækið sem á meðal annars RB Leipzig í Þýskalandi.

Klopp verður yfirþjálfari Red Bull og mun hafa það hlutverk að sjá um öll félögin sem þeir eiga. Tíðindin koma nokkuð á óvart en Klopp sagði upp starfi sínu hjá Liverpool og ætlaði sér í frí. Hann ítrekar það í færslu sinni að hann ætli sér ekki að þjálfa strax.

Klopp hefur störf 1. janúar en þýskir miðlar segja að klásúla sé í samningi hans við Red Bull. Má hann taka við þýska landsliðinu ef slíkt tilboð kemur.

„Við erum mjög hissa, hann vann fyrir Mainz og Dortmund í Þýskalandi sem bæði eru sögufræg félög hérna. Ímynd Red Bull er ekkert sérstaklega góð hérna í Þýskalandi, þess vegna eru margir hissa,“ segir Hau um málið.

„Það verður að virða ákvörðunina, hann verður fyrirmynd fyrir þjálfara Red Bull. Þeir eiga svo mörg félög út um allan heim, í Japan og Brasilíu líka.“

„Klopp mun ferðast mikið og mun reyna að bæta fótboltann þarna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bellingham með pillu á Yamal á samfélagsmiðlum – Setja spurningamerki við viðhorf hans

Bellingham með pillu á Yamal á samfélagsmiðlum – Setja spurningamerki við viðhorf hans
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Danski draumaprinsinn á Hlíðarenda: Endurhæfingin á réttu róli eftir áfallið í ágúst – „Ég er mjög stoltur, svona verðlaun gleðja“

Danski draumaprinsinn á Hlíðarenda: Endurhæfingin á réttu róli eftir áfallið í ágúst – „Ég er mjög stoltur, svona verðlaun gleðja“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Heimir Guðjónsson nýr þjálfari Fylkis

Heimir Guðjónsson nýr þjálfari Fylkis
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Útskýrir af hverju Harvey Elliott kemst ekki lengur í hóp

Útskýrir af hverju Harvey Elliott kemst ekki lengur í hóp
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rekinn eftir dapurt gengi

Rekinn eftir dapurt gengi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ekki gerst síðan Leicester varð meistari

Ekki gerst síðan Leicester varð meistari