fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Ólgusjór Heimis í Írlandi – Þjóðþekktur maður veltir því fyrir sér hvort Heimir verði rekinn í næstu viku

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 8. október 2024 18:30

Heimir Hallgrímsson Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru mikil læti í kringum írska landsliðið og talsverð pressa er byrjuð að fara á Heimi Hallgrímsson sem er nýlega tekin við þjálfun liðsins.

Heimir tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í starfi en liðið mætir Finnlandi á föstudag í Þjóðadeildinni og Grikklandi á mánudag.

Richard Dunne fyrrum varnarmaður írska landsliðsins telur að Heimir gæti hreinlega misst starfið sitt ef illa fer í þessum leikjum.

Írska þjóðin er afar kröfuhörð og eftir mörg erfið ár vill fólkið fara að sjá árangur strax, þolinmæðin er lítil. „Ég held að Heimir sé byrjaður að finna pressuna í starfinu,“ segir Dunne í samtali við írska miðla.

Heimir sagði upp sem landsliðsþjálfari Jamaíka til að taka við starfinu. „Hann fær kannski smá slaka því írska sambandið var lengi að ráða þjálfari. Ef liðið vinnur ekki annan leikinn núna þá tel ég samt líkur á að það verði skoðað að skipta um þjálfara,“ sagði Dunne einnig en hann átti farsælan feril á Englandi og lék með Manchester City, Aston Villa og fleiri liðum.

Dunne segir verkefnið fyrir Heimi vera að búa til lið sem þjóðin geti verið stolt af.

„Hann þarf að búa til lið sem þjóðin sameinast í kringum. Við lítum ekki út fyrir að vera lið, hann þarf að sjá til þess að það sé eining í hópnum. Þetta eru mjög mikilvægir leikir fyrir Heimi.“

Dunne telur að aðstoðarmaður Heimis vilji starfið en John O´Shea fyrrum varnarmaður Manchester United er þar í starfi. „Ég væri hissa ef O´Shea myndi ekki vilja fá starfið en hann þekkir það eftir að hafa stýrt liðinu tímabundið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning
433Sport
Í gær

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Í gær

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag